NÆRING MÓÐUR OG BARNS

Næring á fósturskeiði og fyrstu 24 mánuði ævinnar hefur áhrif á vöxt, þroska og heilsu einstaklingsins fram á fullorðinsár. 

 

NMB er traustur og óháður gagnvirkur vefur byggður á nýjustu þekkingu á sviði næringar snemma á lífsleiðinni.

Næring

Hollt mataræði á meðgöngu veitir móður og barni næringarefni sem nauðsynleg eru fyrir fósturþroska. Á NMB er hægt að kanna hollustu fæðunnar og fá endurgjöf sem byggir á svörunum. 

Móðir

Hæfileg þyngdaraukning á meðgöngu er mikilvæg fyrir bæði móður og barn. Á NMB er hægt að skrá og fylgjast með þyngdaraukningu móður á meðgöngu. 

Barn

Næring ungbarna getur haft áhrif á vöxt og þroska. Á NMB er hægt að skrá næringu barnsins fyrstu 18 mánuðina og fá endurgjöf sem byggir á svörunum. Eins má varðveita minningar um vöxt barnsins.

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Hafa samband

Almennum spurningum um vefinn og notkun hans er svarað eins fljótt og auðið er. 

Á NMB er að finna fróðleik sem tengist efni síðunnar. Þar birtast einnig reglulega pistlar um málefni líðandi stundar er tengjast næringu. Notendur eru hvattir til þess að senda inn ábendingar um áhugavert efni eða spurningar um næringu móður eða barns. Spurningum verður ekki svarað beint, en leitast við að byggja efnistök pistla á því sem notendur síðunnar eru að velta fyrir sér hverju sinni.