Reglulegir matmálstímar tengjast minni líkum á fyrirburafæðingum í norskri rannsókn

Niðurstöður úr norsku MoBa rannsókninni (Norwegian Mother and Child Cohort study) benda til þess að barnshafandi konur sem borða reglulega aðalmáltíðir dagsins (morgunverð, hádegisverð og kvöldverð) séu í minni hættu á að eignast börn sín fyrir 37.viku meðgöngu.

Bryndís Eva Birgisdóttir prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands er einn af höfundum greinarinnar sem birtist í PLoS One.

 

Heimild

Englund-Ögge L, Birgisdottir BE, Sengpiel V, Brantsæter AL, Haugen M, Myhre R, Meltzer HM, Jacobsson B. Meal frequency patterns and glycemic properties of maternal diet in relation to preterm delivery: Results from a large prospective cohort study. PLoS One. 2017 Mar 1;12(3):e0172896. doi: 10.1371/journal.pone.0172896. eCollection 2017.