Næringargildi móðurmjólkur breytilegt eftir því hvað móðirin borðar

Ráðleggingar um fæðuval meðan á brjóstagjöf stendur eru þær sömu og á meðgöngu. Áfram er mjög mikilvægt að fæðið sé næringarríkt til að hámarka gæði brjóstamjólkurinnar.

Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir á efnasamsetningu móðurmjólkur íslenskra mæðra, en sú nýjasta er frá því um aldamótin. Í þeirri rannsókn mældist hærri styrkur omega-3 fitusýra og fituleysanlegra vítamína í mjólk mæðra sem hafði tekið lýsi daginn fyrir sýnatöku. 

Áhrif af mataræði móður á efnainnihald móðurmjólkur hafa því miður ekki verið rannsökuð mjög mikið enn sem komið er. Þó má finna niðurstöður sem benda til að móðir geti haft áhrif á styrk ýmissa efna í mjólkinni með mataræði sínu. 

Það er því um að gera fyrir mjólkandi mæður að skima mataræði sitt með því að svara næringarkönnun NMB, því könnunin tekur á öllum helstu efnum sem algengast er að skorti í fæði íslenskra kvenna. Fáir þú meldingu í samantekt niðurstaðna um að vísbendingar séu um of litla neyslu einhverra næringarefna er full ástæða til að gera viðeigandi breytingar til að næringargildi móðurmjólkurinnar verði sem allra best.

 

Heimildir

Olafsdottir AS, Thorsdottir I, Wagner KH, Elmadfa I. Polyunsaturated fatty acids in the diet and breast milk of lactating icelandic women with traditional fish and cod liver oil consumption. Ann Nutr Metab. 2006;50(3):270-6. Epub 2006 Feb 23.

Olafsdottir AS, Wagner KH, Thorsdottir I, Elmadfa I. Fat-soluble vitamins in the maternal diet, influence of cod liver oil supplementation and impact of the maternal diet on human milk composition. Ann Nutr Metab. 2001;45(6):265-72.

Valenzuela R, Bascuñán K, Chamorro R, Barrera C, Sandoval J, Puigrredon C, Parraguez G, Orellana P, Gonzalez V, Valenzuela A. Modification of Docosahexaenoic Acid Composition of Milk from Nursing Women Who Received Alpha Linolenic Acid from Chia Oil during Gestation and Nursing. Nutrients. 2015 Aug 4;7(8):6405-24. doi: 10.3390/nu7085289.

Urwin HJ, Miles EA, Noakes PS, Kremmyda LS, Vlachava M, Diaper ND, Pérez-Cano FJ, Godfrey KM, Calder PC, Yaqoob P. Salmon consumption during pregnancy alters fatty acid composition and secretory IgA concentration in human breast milk. J Nutr. 2012 Aug;142(8):1603-10. doi: 10.3945/jn.112.160804. Epub 2012 Jun 27.

Zarban A, Toroghi MM, Asli M, Jafari M, Vejdan M, Sharifzadeh G. Effect of vitamin C and E supplementation on total antioxidant content of human breastmilk and infant urine. Breastfeed Med. 2015 May;10(4):214-7. doi: 10.1089/bfm.2014.0143.

Leung AM, Braverman LE, He X, Heeren T, Pearce EN. Breastmilk iodine concentrations following acute dietary iodine intake. Thyroid. 2012 Nov;22(11):1176-80. doi: 10.1089/thy.2012.0294. Epub 2012 Oct 10.