Börn yngri en sex ára ættu ekki að drekka hrísgrjónadrykki

Börn yngri en sex ára ættu ekki að drekka hrísgrjónadrykki. Mikilvægt er að huga að fjölbreytni við val á ungbarnagrautum og öðrum vörum fyrir börn.

Niðurstöður sænskrar rannsóknar sýndu að arsen getur fundist í hrísgrjónum og afurðum sem búnar til úr þeim (svo sem grautum og hrísgrjóna mjólk), í magni sem getur verið skaðlegt ungum börnum. Arsen mældist í hrísgrjónavörum hvort sem um lífræna ræktun var að ræða eða ekki.

Matvælastofnun og Embætti landlæknis tóku saman greinargerð sem byggði á niðurstöðum rannsóknarinnar og viðbrögðum sænskra yfirvalda. Helstu ráðleggingar sem gefnar voru neytendum voru eftirfarandi.

  • Mikilvægt er að tryggja fjölbreytni í vali á korngrautum fyrir ungbörn og mælt er með að skipta reglulega um tegundir (og vörumerki). Ekki er talið nauðsynlegt að útiloka grauta úr hrísgrjónum, en mikilvægt að nota aðra grauta með.
  • Börn yngri en sex ára ættu ekki að drekka hrígrjónadrykki.
  • Foreldrar sem gefa börnum sínum drykki úr jurtaríkinu er bent á að tryggja fjölbreytileika og nota ekki alltaf vörur frá sömu framleiðendum.

Fjölbreytni í fæðuvali er því ekki síður mikilvægt til að forðast óæskileg efni sem geta borist með mat heldur en að fá í kroppinn fjölbreytt hollefni sem berast frá mismunandi fæðutegundum.