Svör við spurningalista NMB gefa mikilvægar vísbendingar

Svör við einföldum spurningum um fæðuval spá fyrir um þyngdaraukningu á meðgöngu. Þetta sýna niðurstöður íslenskrar rannsóknar sem birtar eru í vísindatímaritinu Maternal & Child Nutrition

Spurningalistinn sem notaður var í rannsókninni var upphaflega hannaður fyrir NMB. Við hvetjum allar konur sem eiga von á barni að svara listanum og skoða stigin sín. Spurningalistinn er aðgengilegur án endurgjalds, eina sem þarf að gera er að skrá sig

Þau svör/stig sem tengdust þyngdaraukningu umfram ráðleggingar og að eignast stórbura (>4500 g) voru eftirfarandi:

Að fá ekki hollustustig fyrir að borða fjölbreytt fæði, ávaxta og grænmetisneyslu, hæfilega notkun á mjólkurvörum og heilkornavörur og að fá óhollustustig fyrir óhóflega neyslu á gosdrykkjum og mjög mikla neyslu á mjólkurvörum. Alls var hægt að fá 5 áhættustig (þar sem sama kona getur ekki fengið stig bæði fyrir litla og mikla mjólkurvöruneyslu). Hætta á þyngdaraukningu umfram ráðleggingar var 23% meiri meðal kvenna sem fengu 4-5 áhættustig samanborið við konur sem fengu tvö eða færri áhættustig og líkur á fæðingu stórbura tvöfalt meiri.

Rannsóknahópurinn vinnur að því að birta opinberlega fleiri niðurstöður rannsóknarinnar, auk niðurstaðna rannsóknar sem fór fram veturinn 2017-2018 um næringarástand á meðgöngu. Frumniðurstöður benda til að full ástæða sé til að taka það alvarlega ef svör spurningalista NMB gefa til kynna að neysla valinna næringarefna sé of lítil eða of mikil.