NMB vefurinn opnaður

Á fimm ára afmælisári Næring móður og barns gleður það okkur mjög að tilkynna að nú geta barnshafandi konur og foreldrar ungra barna notað vefinn án endurgjalds. Eina sem þú þarft að gera er að skrá þig. Eftir nýskráningu er meðgangan skráð (undir flipanum meðganga) og við það opnast spurningalistar um fæðuval sem hægt er að svara þrisvar sinnum á meðgöngunni (og reyna að bæta sig í hvert sinn ef þörf er á).

Eins er hægt að svara spurningum um fæðuval ungbarna á aldrinum 0-18 mánaða og fá ábendingar ef þörf er á. Byrja þarf á því að skrá barn áður en spurningum um fæðuval er svarað.

Gangi ykkur vel