Engar vísbendingar um gagnsemi bætiefna sem innihalda joð – magur fiskur og mjólkurvörur mikilvægar

Lítil neysla á joði úr fæðu á meðgöngu tengist seinkun málþroska, hegðunarvandamálum og lakari fínhreyfingum meðal 3ja ára barna, í vandaðri norskri rannsókn. Þar sem helstu uppsprettur joðs í norsku og íslensku fæði eru þær sömu (fiskur og mjólkurvörur) má áætla að niðurstöðurnar eigi vel við á Íslandi. 

Niðurstöður rannsóknarinnar bentu þó einnig til þess að ekki væri æskilegt að leiðrétta litla neyslu á joði með töku bætiefna hafi neyslan verið lág í langan tíma.

Konur sem svara næringarkönnun NMB frá sérstaka meldingu ef vísbendingar eru um of litla neyslu á joði. Vegna þessara nýju upplýsinga og þeirrar staðreyndar að ekkert aðgengi er að næringarfræðingum í heilsugæslunni eins og er, þá býður Næring móður og barns konum sem fá slíka meldingu að senda póst á nmb@nmb.is ásamt símanúmeri og við munum hafa samband til að gefa einstaklingsmiðaðar ráðleggingar.

 

Heimild

Abel MH, Caspersen IH, Meltzer HM, Haugen M, Brandlistuen R, Aase H, Alexander J, Torheim LE, Brantsæter AL. Suboptimal maternal iodine intake is associated with impaired child neurodevelopment at 3 years of age in the Norwegian Mother and child cohort study. J Nutr 2017 doi:10.3945/jn.117.250456.