Fróðleikur NMB opnaður með stuðningi Lýðheilsusjóðs

Fróðleikur um mataræði á meðgöngu og næringu ungra barna var gerður aðgengilegur á forsíðu NMB síðastliðið vor með stuðningi Lýðheilsusjóðs Embættis Landlæknis.

Fræðslutextarnir höfðu áður verið aðgangsstýrðir og einungis opnir þeim sem kaupa áskrif af NMB. Með stuðningi Lýðheilsusjóðs er fróðleikurinn opinn öllum, óháð því hvort notandi kaupir áskrift af kerfinu eða ekki. Einstaklingmiðuð næringarráðgjöf sem byggir á svörum í næringarkönnun NMB og aðrir hlutar kerfisins verða áfram einungis aðgengilegir notendum í áskrift.