Fjölbreyttur matur fyrir vöxt og þroska

Þegar líður að fyrsta afmælisdegi barnsins ætti innleiðing nýrra fæðutegunda að vera vel á veg komin. Rannsóknir benda til þess að æskilegt sé að kynning nýrra fæðutegunda hefjist samhliða brjóstagjöf.

Hollt fæði fyrir barnið mitt

Ef fjölskyldan borðar alla jafna hollan og góðan mat er óþarfi og jafnvel verri kostur að barnið fái sérstakan ungbarnamat. Þó getur verið æskilegt að nota járnbætta ungbarnagrauta eftir 6 mánaða aldurinn ef barnið er ennþá á brjósti og er ekki farið að borða fjölbreytt járnríkt fæði á borð við kjöt, lifrarkæfu, fisk, egg eða járnbætt morgunkorn.

Töfrasproti er sennilega mikilvægasta eldhústækið fyrir foreldra ungbarna á síðari hluta fyrsta árs. Mjög auðvelt er að taka frá smávegis af kjöti, fiski eða baunum áður en maturinn er kryddaður (og/eða saltaður) og mauka saman við grænmeti, kartöflur, ásamt olíu eða smjöri. Með því að tileinka ykkur þá reglu að barnið geti borðað heimilismatinn þá eru allar líkur á að heimilismaturinn verði hollari fyrir ykkur líka.

Þarf að hræðast ofnæmis- og óþolsvalda?

Nokkuð hefur verið deilt um hvort æskilegt sé að forðast að gefa börnum þekkta fæðuofnæmisvalda fyrsta árið eða ekki. Er það nú álit sérfræðinga að óhætt sé að kynna matvæli á borð við egg, hnetur, fisk og mjólk í litlu magni eftir að barnið er orðið 6 mánaða gamalt.

Rannsóknir á þróun glútenóþols benda til þess að kynning fæðutegunda sem innihalda glútein fyrir 3ja mánaða aldur auki líkur á glúteinóþoli. Þetta á líka við um aðra mögulega óþols- og ofnæmisvalda, enda ekki mælt með gjöf á fastri fæðu fyrr en eftir 4ra mánaða aldur.

Skiptar skoðanir eru á því hvort það geti aukið líkur á glúteinóþoli sé beðið of lengi með að kynna glútein fyrir barninu (eftir 6-7 mánaða aldurinn). Besta ráðið sé ef til vill að kynna fyrir barninu vörur sem innihalda glútein (svo sem hveiti, bygg og rúg) í litlum skömmtum samhliða brjóstagjöf og halda brjóstagjöf áfram í að minnsta kosti 2-3 mánuði eftir að glútein er sett inn.

Lærum af reynslunni – viðbættur sykur er óþarfi

Í sumum tegundum af ungbarnagrautum og krukkumat er töluvert magn af viðbættum sykri (hvítum sykri eða öðrum tegundum af sykrum sem gera matinn mjög sætan á bragðið). Ekki er æskilegt að venja börnin á sætt bragð. Lærum af reynslunni og forðum þeirri kynslóð sem nú vex úr grasi frá því að vilja bara sætan mat. Sem betur fer virðast íslensk ungbörn (12 mánaða) borða minna af viðbættum sykri (t.d. úr kexi, kökum, sælgæti, svaladrykkjum, ís og sykruðum mjólkurvörum) nú heldur en fyrir 10-15 árum síðan.

Þó svo að það geti verið í lagi að gera sér glaðan dag annað slagið og kenna barninu að njóta þá er mælt með því að bíða með að kynna sætindi fyrir barninu eins lengi og mögulegt er. Ef þið kjósið að gefa barninu sætindi þá er mælt með að orkuþörf og tannheilsa barnsins sé höfð í huga. Orkuþörf 12-18 mánaða barna er um það bil 85 hitaeiningar per kg líkamsþyngdar barns. Algeng þyngd 12 mánaða barns eru um 10 kg sem þýðir að orkuþörf þess er um það bil 850 hitaeiningar á dag. 


Heimildir

Brands B, Demmelmair H, Koletzko B; for the EarlyNutrition Project. How growth due to infant nutrition influences obesity and later disease risk. Acta Paediatr. 2014 Feb 12. doi: 10.1111/apa.12593. [Epub ahead of print]

Chan ES, Cummings C; Canadian Paediatric Society, Community Paediatrics Committee and Allergy Section. Dietary exposures and allergy prevention in high-risk infants: A joint statement with the Canadian Society of Allergy and Clinical Immunology. Paediatr Child Health. 2013 Dec;18(10):545-54.

Greiner T, Gunnarsdottir I. Feeding infants right--status and future directions.Public Health Nutr. 2013 Oct;16(10):1721-2. doi: 10.1017/S1368980013002358. 

Hakanen M, Lagström H, Pahkala K, Sillanmäki L, Saarinen M, Niinikoski H, Raitakari OT, Viikari J, Simell O, Rönnemaa T. Dietary and lifestyle counselling reduces the clustering of overweight-related cardiometabolic risk factors in adolescents. Acta Paediatr. 2010 Jun;99(6):888-95. doi: 10.1111/j.1651-2227.2009.01636.x. Epub 2009 Dec 11.

Muraro A1, Halken S, Arshad SH, Beyer K, Dubois AE, Du Toit G, Eigenmann PA, Grimshaw KE, Hoest A, Lack G, O'Mahony L, Papadopoulos NG, Panesar S, Prescott S, Roberts G, de Silva D, Venter C, Verhasselt V, Akdis AC, Sheikh A; EAACI Food Allergy and Anaphylaxis Guidelines Group. EAACI Food Allergy and Anaphylaxis Guidelines. Primary prevention of food allergy. Allergy. 2014 May;69(5):590-601. doi: 10.1111/all.12398. Epub 2014 Apr 3.

Niinikoski H, Pahkala K, Ala-Korpela M, Viikari J, Rönnemaa T, Lagström H, Jokinen E, Jula A, Savolainen MJ, Simell O, Raitakari OT. Effect of repeated dietary counseling on serum lipoproteins from infancy to adulthood. Pediatrics. 2012 Mar;129(3):e704-13. doi: 10.1542/peds.2011-1503. Epub 2012 Feb 13.

Nordic Nutrition Recommendations 2012.Integrating nutrition and physical activity. Nordic Council of Ministers 2014.http://www.norden.org/en/publications/publikationer/2014-002

Næring ungbarna. Manneldisráð og Miðstöð heilsuverndar barna 2009.

Oranta O, Pahkala K, Ruottinen S, Niinikoski H, Lagström H, Viikari JS, Jula A, Loo BM, Simell O, Rönnemaa T, Raitakari OT. Infancy-onset dietary counseling of low-saturated-fat diet improves insulin sensitivity in healthy adolescents 15-20 years of age: the Special Turku Coronary Risk Factor Intervention Project (STRIP) study. Diabetes Care. 2013 Oct;36(10):2952-9. doi: 10.2337/dc13-0361. Epub 2013 Jun 25.

Pei Z, Flexeder C, Fuertes E, Thiering E, Koletzko B, Cramer C, Berdel D, Lehmann I, Bauer CP, Heinrich J; GINIplus and LISAplus Study Group. Early life risk factors of being overweight at 10 years of age: results of the German birth cohorts GINIplus and LISAplus. Eur J Clin Nutr. 2013 Aug;67(8):855-62. doi: 10.1038/ejcn.2013.80. Epub 2013 Apr 24.

Ruottinen S, Lagström HK, Niinikoski H, Rönnemaa T, Saarinen M, Pahkala KA, Hakanen M, Viikari JS, Simell O. Dietary fiber does not displace energy but is associated with decreased serum cholesterol concentrations in healthy children. Am J Clin Nutr. 2010 Mar;91(3):651-61. doi: 10.3945/ajcn.2009.28461. Epub 2010 Jan 13.

Silano M1, Agostoni C, Guandalini S. Effect of the timing of gluten introduction on the development of celiac disease. World J Gastroenterol. 2010 Apr 28;16(16):1939-42.

Thorisdottir AV, Gunnarsdottir I, Thorsdottir I. Revised infant dietary recommendations: the impact of maternal education and other parental factors on adherence rates in Iceland. Acta Paediatr. 2013 Feb;102(2):143-8. doi: 10.1111/apa.12081. Epub 2012 Nov 30.

Thorisdottir B, Gunnarsdottir I, Palsson GI, Halldorsson TI, Thorsdottir I. Animal protein intake at 12 months is associated with growth factors at the age of six. Acta Paediatr. 2014 May;103(5):512-7. doi: 10.1111/apa.12576. Epub 2014 Feb 21.

Thorisdottir B, Gunnarsdottir I, Thorisdottir AV, Palsson GI, Halldorsson TI, Thorsdottir I. Nutrient intake in infancy and body mass index at six years in two population-based cohorts recruited before and after revision of infant dietary recommendations. Ann Nutr Metab. 2013;63(1-2):145-51. doi: 10.1159/000354431. Epub 2013 Aug 24.