Kökur, kex, sælgæti og ís

Í NMB næringarkönnuninni er gefið mínusstig ef neysla á kökum, kexi, sælgæti og ís er óhóflega mikil. Þetta eru vörur sem gefa mikla orku en lítið af næringarefnum (með lága næringarþéttni). Óhófleg neysla gæti aukið líkur á of mikilli þyngdaraukningu á meðgöngu með tilheyrandi fylgikvillum.

Rétt að taka það fram að tíð neysla (sem er mælikvarðinn sem notaður er í NMB næringarkönnuninni) og óhófleg neysla fara ekki endilega alltaf saman. Sé hugað að skammtastærðum getur neysla lítilla skammta af sætindum (t.d. einn og einn súkkulaðimoli), verið hluti af hollu og góðu mataræði, jafnvel oft í viku.

 

Heimildir

Borgen I, Aamodt G, Harsem N, Haugen M, Meltzer HM, Brantsæter AL. Maternal sugar consumption and risk of preeclampsia in nulliparous Norwegian women. Eur J Clin Nutr. 2012 Aug;66(8):920-5. doi: 10.1038/ejcn.2012.61. Epub 2012 Jun 20.

Danielsen I, Granström C, Haldorsson T, Rytter D, Hammer Bech B, Henriksen TB, Vaag AA, Olsen SF. Dietary glycemic index during pregnancy is associated with biomarkers of the metabolic syndrome in offspring at age 20 years. PLoS One. 2013 May 31;8(5):e64887. doi: 10.1371/journal.pone.0064887. Print 2013.

Knudsen VK, Heitmann BL, Halldorsson TI, Sørensen TI, Olsen SF. Maternal dietary glycaemic load during pregnancy and gestational weight gain, birth weight and postpartum weight retention: a study within the Danish National Birth Cohort. Br J Nutr. 2013 Apr 28;109(8):1471-8. doi: 10.1017/S0007114512003443. Epub 2012 Aug 21.