Fólat

Fólat er eitt af þeim næringarefnum sem hefur verið skilgreint sem lykilnæringarefni fyrir konur á barneignaaldri og þungaðar konur. Fólathagur þegar kona verður þunguð skiptir máli. Þar sem stór hluti kvenna nær ekki ráðlögðum dagsskammti (RDS) af fólati hefur verið gripið til þess að ráðleggja öllum konum á barneignaaldri að taka fólat sem bætiefni.

Hvað þarf ég mikið?

Ráðlagður dagsskammtur fyrir konur á barneignaraldri eru 400 µg/dag.

Hvernig tryggi ég næga neyslu?

Fólat er vatnsleysanlegt B-vítamín sem finnst í fæðu eins og t.d. í laufgrænu grænmeti, baunum og hnetum. Mörgum konum reynist erfitt að ná 400 µg/dag úr fæði og af þeim sökum er mælt með því að allar konur á barneignaaldri taki inn 400 µg af fólínsýru daglega sem bætiefni.

Mikilvægi á meðgöngu

Fólat er nauðsynlegt fyrir eðlilegan vöxt og þroska. Mikilvægt er að tryggja góðan fólsýruhag fyrir getnað og á fyrstu 12 vikum meðgöngu, til þess að draga úr hættu á fósturskaða í miðtaugakerfinu. Eftir 12.viku meðgöngu ætti að leitast við að fullnægja þörf fyrir fólat með fjölbreyttu mataræði.


Heimildir

De-Regil LM, Fernández-Gaxiola AC, Dowswell T, Peña-Rosas JP. Effects and safety of periconceptional folate supplementation for preventing birth defects. Cochrane Database Syst Rev. 2010 Oct 6;(10):CD007950. doi: 10.1002/14651858.CD007950.pub2. 

Matur og meðganga. Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri. Lýðheilsustöð, Heilsugæslan og Matvælastofnun 2008.

Nordic Nutrition Recommendations 2012.Integrating nutrition and physical activity. Nordic Council of Ministers 2014.http://www.norden.org/en/publications/publikationer/2014-002.

Ráðlagðir dagskammtar (RDS) af ýmsum vítamínum 2013. Embætti landlæknis.