Koffín

Í næringarkönnun NMB er gefið mínusstig ef svörin gefa tilefni til þess að áætla að neysla á koffíni (enska; caffeine) sé óhóflega mikil. Koffín er örvandi efni og er talið geta haft óæskileg áhrif á fóstur. Áætlað hefur verið að fyrir hverja 100 mg viðbót af koffín sem kona neytir á meðgöngu aukist líkur á því að eignast léttbura (fæðingarþyngd undir 2500 g) um 13%, og fyrir hverja 150 mg aukningu af koffíni aukist líkur á fósturláti um 19%. Mikil neysla á koffíni á meðgöngu hefur einnig verið tengd við lægri greindarvísitölu meðal barna. 

Koffín innihald í kaffibolla er breytilegt eftir því hvernig það er bruggað, en oft er miðað við að einn bolli (200 ml) gefi um það bil 100 mg af koffíni. Matvælastofnun birti skýrslu árið 2008 um mælingar á koffíni í drykkjum á íslenskum markaði. Samkvæmt mælingum var magnið mjög breytilegt eftir drykkjum. Nýir drykkir sem innihalda koffín hafa komið á markað á síðastliðnum árum, sem margir hverjir innihalda töluvert magn af koffíni og eru því ekki taldir æskilegir fyrir konur á meðgöngu.

 

Heimildir

Browne ML. Maternal exposure to caffeine and risk of congenital anomalies: a systematic review. Epidemiology. 2006 May;17(3):324-31. 

Chen LW, Wu Y, Neelakantan N, Chong MF, Pan A, van Dam RM. Maternal caffeine intake during pregnancy is associated with risk of low birth weight: a systematic review and dose-response meta-analysis. BMC Med. 2014 Sep 19;12:174. doi: 10.1186/s12916-014-0174-6.

Cheng J, Su H, Zhu R, Wang X, Peng M, Song J, Fan D. Maternal coffee consumption during pregnancy and risk of childhood acute leukemia: a metaanalysis. Am J Obstet Gynecol. 2014 Feb;210(2):151.e1-151.e10. doi: 10.1016/j.ajog.2013.09.026. Epub 2013 Sep 20.

Galéra C, Bernard JY, van der Waerden J, Bouvard MP, Lioret S, Forhan A, De Agostini M, Melchior M, Heude B; EDEN Mother-Child Cohort Study Group. Prenatal Caffeine Exposure and Child IQ at Age 5.5 Years: The EDEN Mother-Child Cohort. Biol Psychiatry. 2016 Nov 1;80(9):720-726. doi: 10.1016/j.biopsych.2015.08.034. Epub 2015 Sep 3.

Li J, Zhao H, Song JM, Zhang J, Tang YL, Xin CM. A meta-analysis of risk of pregnancy loss and caffeine and coffee consumption during pregnancy. Int J Gynaecol Obstet. 2015 Aug;130(2):116-22. doi: 10.1016/j.ijgo.2015.03.033. Epub 2015 May 14.

Sengpiel V, Elind E, Bacelis J, Nilsson S, Grove J, Myhre R, Haugen M, Meltzer HM, Alexander J, Jacobsson B, Brantsaeter AL. Maternal caffeine intake during pregnancy is associated with birth weight but not with gestational length: results from a large prospective observational cohort study. BMC Med. 2013 Feb 19;11:42. doi: 10.1186/1741-7015-11-42.