D-vítamíngjafi

Öllum Íslendingum er ráðlagt að taka lýsi eða önnur bætiefni sem innihalda D-vítamín. Þetta er sérstaklega mikilvægt yfir vetrarmánuðina (nóvember fram í mars) þegar D-vítaminframleiðsla í húð á sér ekki stað á Íslandi. Njóttu þess að vera úti yfir sumarmánuðina.

Hvað þarf ég mikið?

Ráðlagður dagsskammtur (RDS) fyrir þungaðar konur og konur með barn á brjósti eru 15 microgrömm (µg) (600 alþjóðlegar einingar) á dag. Athugið að RDS er hærri á Íslandi heldur en víða annars staðar, meðal annars vegna norðlægrar stöðu landsins og takmörkun á sólarljósi nema yfir hásumarið. Þunguðum konum er ráðið frá því að taka stærri skammta heldur en RDS nema í samráði við lækni.

Hvernig tryggi ég næga neyslu?

Fáar fæðutegundir innihalda mikið magn D-vítamíns og rannsóknir sýna að notkun bætiefna er nauðsynleg til að tryggja góðan D-vítamínbúskap. 

  • Ef lýsi er notað sem D-vítamíngjafi skal gæta þess að nota bara eina teskeið á dag af þorskalýsi eða krakkalýsi á meðgöngunni (sem gefur um það bil 10 µg af D-vítamíni).  Fæðið getur veitt að jafnaði 2,5-7,5 µg af D-vítamíni til viðbótar.
  • Ef D-vítamíntöflur eða fjölvítamín eru notaðar sem D-vítamíngjafar þá þarf að athuga að íslenskir framleiðendur fæðubótarefna þurfa að fylgja evrópskum reglum um merkingar þar sem RDS er 5 µg/dag. Því er merkingin „% af RDS“  villandi og mikilvægt að lesa utan af umbúðum hvað hver skammtur gefur mörg µg af D-vítamíni.
  • Ekki skal taka fjölvítamín með A vítamíni (retinóli) samhliða lýsi vegna hættu á ofneyslu A-vítamíns.

 

Mikilvægi á meðgöngu

Eitt þekktasta hlutverk D-vítamíns í líkamanum tengist kalkjafnvægi og beinheilsu. Nýlegar rannsóknir benda þó til þess að hlutverk D-vítamíns sé mun víðtækara.  D-vítamín er sérstaklega mikilvægt á meðgöngu til að stuðla að góðri beinheilsu bæði móður og barns. Þó svo að rannsóknir á hlutverki D-vítamíns í tengslum við aðra heilsufarsþætti er tengjast meðgöngunni séu skammt á veg komnar benda þær þó til mikilvægi þess að tryggja góðan D-vítamínbúskap á meðgöngu.

 

Heimildir

Burris HH, Rifas-Shiman SL, Kleinman K, Litonjua AA, Huh SY, Rich-Edwards JW, Camargo CA Jr, Gillman MW. Vitamin D deficiency in pregnancy and gestational diabetes mellitus. Am J Obstet Gynecol. 2012 Sep;207(3):182.e1-8. doi: 10.1016/j.ajog.2012.05.022. Epub 2012 Jun 1.

Burris HH, Rifas-Shiman SL, Camargo CA Jr, Litonjua AA, Huh SY, Rich-Edwards JW, Gillman MW. Plasma 25-hydroxyvitamin D during pregnancy and small-for-gestational age in black and white infants. Ann Epidemiol. 2012 Aug;22(8):581-6. doi: 10.1016/j.annepidem.2012.04.015. Epub 2012 Jun 1.

Haugen M, Brantsaeter AL, Trogstad L, Alexander J, Roth C, Magnus P, Meltzer HM. Vitamin D supplementation and reduced risk of preeclampsia in nulliparous women. Epidemiology. 2009 Sep;20(5):720-6. doi: 10.1097/EDE.0b013e3181a70f08.

Maslova E, Hansen S, Jensen CB, Thorne-Lyman AL, Strøm M, Olsen SF. Vitamin D intake in mid-pregnancy and child allergic disease - a prospective study in 44,825 Danish mother-child pairs. BMC Pregnancy Childbirth. 2013 Oct 31;13:199. doi: 10.1186/1471-2393-13-199.

Matur og meðganga. Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri. Lýðheilsustöð, Heilsugæslan og Matvælastofnun 2008.

Nordic Nutrition Recommendations 2012. Integrating nutrition and physical activity. Nordic Council of Ministers 2014.http://www.norden.org/en/publications/publikationer/2014-002

Olafsdottir AS, Skuladottir GV, Thorsdottir I, Hauksson A, Thorgeirsdottir H, Steingrimsdottir L. Relationship between high consumption of marine fatty acids in early pregnancy and hypertensive disorders in pregnancy. BJOG. 2006 Mar;113(3):301-9.

Ráðlagðir dagskammtar (RDS) af ýmsum vítamínum 2013. Embætti landlæknis.