Grænmeti og ávextir daglega

Rífleg neysla grænmetis og ávaxta er mikilvægur þáttur í hollu, næringarþéttu mataræði, enda uppspretta mikilvægra vítamína, steinefna og trefja. Með næringarþéttu mataræði er átt við fæðu sem gefur mikið magn lífsnauðsynlegra næringarefna per hitaeiningu. 

Hvað ætti ég að borða mikið?

  • Barnshafandi konum er eins og öðrum ráðlagt að borða að minnsta kosti 5 skammta af grænmeti og ávöxtum á dag, þar af að minnsta kosti 2 skammta af grænmeti (hver skammtur ætti að vera um það bil 75-100 grömm). 
  • Best er að borða ávextina eins og þeir koma fyrir (og tyggja).  
  • Soðið, steikt eða hrátt grænmeti hentar vel með öllum mat og er líka gott milli mála.
  • Munið að skola vel ávexti og grænmeti fyrir neyslu.

Til tilbreytingar getur verið skemmtilegt að mauka ávexti og grænmeti og drekka sem „boost“. Athugið þó að ávaxta „boost“ inniheldur oft mjög marga ávexti og þar með mikinn ávaxtasykur sem innbyrtur er á stuttum tíma. Slík neysla gæti verið óæskileg fyrir konur sem eru í áhættuhóp fyrir meðgöngusykursýki (líkamsþyngdarstuðull >30 kg/m2). Ekki er mælt með óhóflegri neyslu ávaxtasafa (> 1 glas á dag), sérstaklega ekki fyrir konur í áhættuhóp fyrir meðgöngusykursýki (líkamsþyngdarstuðull >30 kg/m2).

Mikilvægi á meðgöngu

Rannsóknir benda til þess að konur sem neyta ríkulegs magns af grænmeti og ávöxtum séu í minni áhættu á að fá ýmsa meðgöngukvilla.

 

Heimildir

Brantsaeter AL, Haugen M, Samuelsen SO, Torjusen H, Trogstad L, Alexander J, Magnus P, Meltzer HM. A dietary pattern characterized by high intake of vegetables, fruits, and vegetable oils is associated with reduced risk of preeclampsia in nulliparous pregnant Norwegian women. J Nutr. 2009 Jun;139(6):1162-8. doi: 10.3945/jn.109.104968. Epub 2009 Apr 15.

Klemmensen A, Tabor A, Østerdal ML, Knudsen VK, Halldorsson TI, Mikkelsen TB, Olsen SF. Intake of vitamin C and E in pregnancy and risk of pre-eclampsia: prospective study among 57 346 women. BJOG. 2009 Jun;116(7):964-74. doi: 10.1111/j.1471-0528.2009.02150.x.

Knudsen VK, Orozova-Bekkevold IM, Mikkelsen TB, Wolff S, Olsen SF. Major dietary patterns in pregnancy and fetal growth. Eur J Clin Nutr. 2008 Apr;62(4):463-70. Epub 2007 Mar 28.

Meltzer HM, Brantsæter AL, Nilsen RM, Magnus P, Alexander J, Haugen M. Effect of dietary factors in pregnancy on risk of pregnancy complications: results from the Norwegian Mother and Child Cohort Study. Am J Clin Nutr. 2011 Dec;94(6 Suppl):1970S-1974S. doi: 10.3945/ajcn.110.001248. Epub 2011 May 4.

Mikkelsen TB, Osler M, Orozova-Bekkevold I, Knudsen VK, Olsen SF. Association between fruit and vegetable consumption and birth weight: a prospective study among 43,585 Danish women. Scand J Public Health. 2006;34(6):616-22.

Nordic Nutrition Recommendations 2012.Integrating nutrition and physical activity. Nordic Council of Ministers 2014.http://www.norden.org/en/publications/publikationer/2014-002

Myhre R, Brantsæter AL, Myking S, Eggesbø M, Meltzer HM, Haugen M, Jacobsson B. Intakes of garlic and dried fruits are associated with lower risk of spontaneous preterm delivery. J Nutr. 2013 Jul;143(7):1100-8. doi: 10.3945/jn.112.173229. Epub 2013 May 22.

von Ruesten A, Brantsæter AL, Haugen M, Meltzer HM, Mehlig K, Winkvist A, Lissner L. Adherence of pregnant women to Nordic dietary guidelines in relation to postpartum weight retention: results from the Norwegian Mother and Child Cohort Study. BMC Public Health. 2014 Jan 24;14:75. doi: 10.1186/1471-2458-14-75.