Mjólk og mjólkurvörur

Mjólkurvörur eru mikilvæg uppspretta ýmissa næringarefna svo sem próteina, kalks, B-vítamína og joðs.

Hvað ætti ég að borða mikið?

Frásog á kalki eykst á meðgöngu þannig að ekki er þörf á að auka neyslu á mjólkurvörum á meðgöngu umfram það sem ráðlagt er fyrir aðra fullorðna. 

Hæfileg neysla eru 2 glös, dósir eða diskar af mjólk eða mjólkurvörum á dag. 

Ef þú af einhverjum ástæðum getur ekki notað mjólkurvörur eða kýst að sneiða framhjá þeim þá er þér ráðlagt að nota kalkbættar vörur eða taka kalktöflur.  Eins er sérlega mikilvægt að tryggja góðan joðhag á meðgöngunni, en mjólkurvörur gefa allt að 50% af joði í fæði íslenskra kvenna. Fáðu álit löggilts næringarfræðings eða næringarráðgjafa við val á bætiefnum notir þú ekki (eða mjög lítið af) mjólk eða mjólkurvörum.

Mikilvægi á meðgöngu

Hófleg neysla á mjólkurvörum hefur jákvæð áhrif á fósturþroska (vöxt). Mjólk er lykilþáttur er kemur að því að tryggja góðan joðhag íslenskra kvenna (og norskra) á meðgöngu, en joð gengir mikilvægu hlutverki í fósturþroska. Miðað við niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal þungaðra norskra kvenna er óhætt að mæla sérstaklega með því að nota mjólkurvörur sem innihalda mjólkursýrugerla.


Heimildir

Bertelsen RJ, Brantsæter AL, Magnus MC, Haugen M, Myhre R, Jacobsson B, Longnecker MP, Meltzer HM, London SJ. Probiotic milk consumption in pregnancy and infancy and subsequent childhood allergic diseases. J Allergy Clin Immunol. 2014 Jan;133(1):165-71.e1-8. doi: 10.1016/j.jaci.2013.07.032. Epub 2013 Sep 10.

Brantsæter AL, Abel MH, Haugen M, Meltzer HM. Risk of suboptimal iodine intake in pregnant Norwegian women. Nutrients. 2013 Feb 6;5(2):424-40. doi: 10.3390/nu5020424.

Brantsæter AL, Olafsdottir AS, Forsum E, Olsen SF, Thorsdottir I. Does milk and dairy consumption during pregnancy influence fetal growth and infant birthweight? A systematic literature review. Food Nutr Res. 2012;56. doi: 10.3402/fnr.v56i0.20050. Epub 2012 Nov 23.

Brantsaeter AL, Myhre R, Haugen M, Myking S, Sengpiel V, Magnus P, Jacobsson B, Meltzer HM. Intake of probiotic food and risk of preeclampsia in primiparous women: the Norwegian Mother and Child Cohort Study. Am J Epidemiol. 2011 Oct 1;174(7):807-15. doi: 10.1093/aje/kwr168. Epub 2011 Aug 5.

Gunnarsdottir I, Gustavsdottir AG, Steingrimsdottir L, Maage A, Johannesson AJ, Thorsdottir I. Iodine status of pregnant women in a population changing from high to lower fish and milk consumption. Public Health Nutr. 2013 Feb;16(2):325-9. doi: 10.1017/S1368980012001358. Epub 2012 May 21.

Hrolfsdottir L, Rytter D, Hammer Bech B, Brink Henriksen T, Danielsen I, Steingrimsdottir L, Olsen SF, Halldorsson TI. Maternal milk consumption, birth size and adult height of offspring: a prospective cohort study with 20 years of follow-up. Eur J Clin Nutr. 2013 Oct;67(10):1036-41. doi: 10.1038/ejcn.2013.151. Epub 2013 Sep 4.

Myhre R, Brantsæter AL, Myking S, Gjessing HK, Sengpiel V, Meltzer HM, Haugen M, Jacobsson B. Intake of probiotic food and risk of spontaneous preterm delivery. Am J Clin Nutr. 2011 Jan;93(1):151-7. doi: 10.3945/ajcn.110.004085. Epub 2010 Oct 27.

Olsen SF, Halldorsson TI, Willett WC, Knudsen VK, Gillman MW, Mikkelsen TB, Olsen J; NUTRIX Consortium. Milk consumption during pregnancy is associated with increased infant size at birth: prospective cohort study. Am J Clin Nutr. 2007 Oct;86(4):1104-10.