D-vítamín fyrir ungbörn

Fyrstu 6 mánuði ævinnar getur móðurmjólkin veitt barninu öll þau næringarefni sem það þarfnast til að vaxa og dafna eðlilega, að D-vítamíni undanskildu. D-dropar eru ráðlagðir frá 1-2 vikna aldri, en þó er óhætt að hefja gjöf þeirra fyrr.

Hvað þarf barnið mikið?

Ráðlagður dagskammtur fyrir börn upp að 10 ára aldri eru 10 microgrömm (µg) á dag (400 alþjóðlegar einingar).

Hvaðan fær barnið D-vítamín?

  • Fram að 6 mánaða aldri er ráðlagt að gefa börnum D-dropa (10 µg/dag).
  • Eftir 6 mánaða aldur má gefa barninu eina teskeið af krakkalýsi daglega (um það bil 10 µg/dag) í staðinn fyrir D-dropa (eða halda áfram að gefa D-dropa henti það betur)
  • Ekki er ráðlagt að gefa barninu bæði D-dropa og lýsi.
  • Þó svo að móðurmjólkin sé ekki talin geta veitt fullnægjandi magn af D-vítamíni þá hafa rannsóknir sýnt að magn af D-vítamíni (og löngum fjölómettuðum fitusýrum) er hærra í mjólk mæðra sem taka lýsi.
  • Eftir að brjóstagjöf minnkar eða lýkur er mælt með því að börn fái Stoðmjólk fremur en venjulega kúamjólk, en Stoðmjólkin inniheldur viðbætt D-vítamín.

Er ráðlagður dagskammtur (RDS) nóg?

Mikil umræða hefur verið undanfarin ár um margvísleg heilsufarsleg áhrif D-vítamíns og fram hafa komið hópar sem ráðleggja mun hærri skammta en sem nemur RDS. Nýlegar mælingar á D-vítamínbúskap 12 mánaða íslenskra barna benda til þess að það sé alls ekki æskilegt að gefa börnum skammta umfram RDS af D-vítamíni. Aðeins þau börn sem ekki höfðu fengið D-dropa eða lýsi í samræmi við ráðleggingar mældust með lág D-vítamín gildi í blóði. 

 

Heimildir

Boris J, Jensen B, Salvig JD, Secher NJ, Olsen SF. A randomized controlled trial of the effect of fish oil supplementation in late pregnancy and early lactation on the n-3 fatty acid content in human breast milk. Lipids. 2004 Dec;39(12):1191-6.

Thorisdottir B, Gunnarsdottir I, Steingrimsdottir L, Palsson GI, Lauritzen L, Jørgensen MH, Olsen SF, Straarup EM, Michaelsen KF. Maternal fish oil supplementation in lactation: effect on developmental outcome in breast-fed infants. Reprod Nutr Dev. 2005 Sep-Oct;45(5):535-47.

Nordic Nutrition Recommendations 2012.Integrating nutrition and physical activity. Nordic Council of Ministers 2014.http://www.norden.org/en/publications/publikationer/2014-002

Næring ungbarna. Manneldisráð og Miðstöð heilsuverndar barna 2009.

Olafsdottir AS, Thorsdottir I, Wagner KH, Elmadfa I. Polyunsaturated fatty acids in the diet and breast milk of lactating icelandic women with traditional fish and cod liver oil consumption. Ann Nutr Metab. 2006;50(3):270-6. Epub 2006 Feb 23.

Olafsdottir AS, Wagner KH, Thorsdottir I, Elmadfa I. Fat-soluble vitamins in the maternal diet, influence of cod liver oil supplementation and impact of the maternal diet on human milk composition. Ann Nutr Metab. 2001;45(6):265-72.

Ráðlagðir dagskammtar (RDS) af ýmsum vítamínum 2013. Embætti landlæknis.

Thorisdottir B, Gunnarsdottir I, Steingrimsdottir L, Palsson GI, Thorsdottir I.Vitamin D intake and status in 12-month-old infants at 63-66° N. Nutrients. 2014 Mar 21;6(3):1182-93. doi: 10.3390/nu6031182.

Thorisdottir AV, Thorsdottir I, Palsson GI. Nutrition and Iron Status of 1-Year Olds following a Revision in Infant Dietary Recommendations. Anemia. 2011;2011:986303. doi: 10.1155/2011/986303. Epub 2011 Jul 18.