Á hverju byggir stigagjöfin?

Hollustu- og óhollustustig NMB spurningalistans fyrir verðandi mæður byggja á norrænum og íslenskum ráðleggingum um næringarefni og fæðuval, upplýsingum um neysluvenjur íslenskra kvenna á barneignaaldri sem og nýlegum rannsóknum á tengslum fæðuvals kvenna á meðgöngu við heilsu móður og barns.

Spurt er um neyslu valinna fæðutegunda með það fyrir augum að fá heildarmynd af mataræðinu. Rannsóknir benda til þess að konur sem tileinka sér hollt mataræði á meðgöngu þyngjast síður of mikið á meðgöngunni, fá síður alvarlega fylgikvilla á borð við meðgöngusykursýki og meðgöngueitrun auk þess sem þær eiga auðveldara með að ná af sér aukakílóum eftir barnsburð. Mataræði móður á meðgöngu getur haft áhrif á heilsu og þroska barnsins sem hún gengur með, allt fram á fullorðinsár.

Svör yfir 2000 barnshafandi kvenna* benda til þess að íslenskar konur fái að meðaltali 5 hollustustig af 10 mögulegum og 2 óhollustustig (af 6). 

Mikilvægt er að nálgast niðurstöður næringarkönnunarinar út frá núverandi mataræði. Ekki er endilega raunhæft fyrir allar konur að ná 10 hollustustigum og ekkert sem bendir til þess að 10 stig séu betri en 7-9 stig með tilliti til heilsu móður og barns. Þó geta litlar breytingar í átt að aukinni hollustu verið mjög mikilvægar. Allir ættu hins vegar að forðast óhollustustigin.

Athugið að næringarkönnunin er ekki greiningartæki og ekki hægt að nota hana til að greina næringarefnaskort. Hins vegar gefur svörun könnunarinnar vísbendingar um hugsanlegan skort eða ofgnótt valinna næringarefna og fær notandinn meldingar þess efnis í „samantekt“ niðurstaðna eftir því sem við á.

 

*Konur sem tóku þátt í rannsókn á Landspítala frá október 2015 til september 2016.

 

Heimildir

Brantsaeter AL, Haugen M, Samuelsen SO, Torjusen H, Trogstad L, Alexander J, Magnus P, Meltzer HM. A dietary pattern characterized by high intake of vegetables, fruits, and vegetable oils is associated with reduced risk of preeclampsia in nulliparous pregnant Norwegian women. J Nutr. 2009 Jun;139(6):1162-8. doi: 10.3945/jn.109.104968. Epub 2009 Apr 15.

Englund-Ögge L, Brantsæter AL, Sengpiel V, Haugen M, Birgisdottir BE, Myhre R, Meltzer HM, Jacobsson B. Maternal dietary patterns and preterm delivery: results from large prospective cohort study. BMJ. 2014 Mar 4;348:g1446. doi: 10.1136/bmj.g1446.

Gunnarsdottir I, Tryggvadottir EA, Birgisdottir BE, Halldorsson TI, Medek H, Geirsson RT. Fæðuval og næring kvenna á meðgöngu með tilliti til líkamsþyngdar. Læknablaðið. 2016 Sep;102(9):378-84. doi: 10.17992/lbl.2016.09.95. 

Haugen M, Meltzer HM, Brantsaeter AL, Mikkelsen T, Osterdal ML, Alexander J, Olsen SF, Bakketeig L. Mediterranean-type diet and risk of preterm birth among women in the Norwegian Mother and Child Cohort Study (MoBa): a prospective cohort study. Acta Obstet Gynecol Scand. 2008;87(3):319-24. doi: 10.1080/00016340801899123.

Hrolfsdottir L, Schalkwijk CG, Birgisdottir BE, Gunnarsdottir I, Maslova E, Granström C, Strøm M, Olsen SF, Halldorsson TI. Maternal diet, gestational weight gain, and inflammatory markers during pregnancy. Obesity (Silver Spring). 2016 Oct;24(10):2133-9. doi: 10.1002/oby.21617. Epub 2016 Sep 1.

Hvað borða Íslendingar? Könnun á mataræði Íslendinga 2010-2011. Helstu niðurstöður. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Hrund Valgeirsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Elva Gísladóttir, Bryndís Elfa Gunnarsdóttir, Inga Þórsdóttir, Jónína Stefánsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir. Landlæknir, Matvælastofnun og Rannsóknastofa í næringarfræði, Reykjavík 2011.

Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla (ISGEM)

Jacka FN, Ystrom E, Brantsaeter AL, Karevold E, Roth C, Haugen M, Meltzer HM, Schjolberg S, Berk M. Maternal and early postnatal nutrition and mental health of offspring by age 5 years: a prospective cohort study. J Am Acad Child Adolesc Psychiatry. 2013 Oct;52(10):1038-47. doi: 10.1016/j.jaac.2013.07.002. Epub 2013 Aug 17.

Knudsen VK, Orozova-Bekkevold IM, Mikkelsen TB, Wolff S, Olsen SF. Major dietary patterns in pregnancy and fetal growth. Eur J Clin Nutr. 2008 Apr;62(4):463-70. Epub 2007 Mar 28.

Matur og meðganga. Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri. Lýðheilsustöð, Heilsugæslan og Matvælastofnun 2008.

Meltzer HM, Brantsæter AL, Nilsen RM, Magnus P, Alexander J, Haugen M. Effect of dietary factors in pregnancy on risk of pregnancy complications: results from the Norwegian Mother and Child Cohort Study. Am J Clin Nutr. 2011 Dec;94(6 Suppl):1970S-1974S. doi: 10.3945/ajcn.110.001248. Epub 2011 May 4.

Nordic Nutrition Recommendations 2012.Integrating nutrition and physical activity. Nordic Council of Ministers 2014.http://www.norden.org/en/publications/publikationer/2014-002

Nordic monitoring of diet, physical activity and overweight. Validation of indicators. TemaNord 2011:556. ISBN: 978-92-893-2258-4. Nordic Council of Ministers 2012.

Olafsdottir AS, Skuladottir GV, Thorsdottir I, Hauksson A, Steingrimsdottir L. Maternal diet in early and late pregnancy in relation to weight gain. Int J Obes (Lond). 2006 Mar;30(3):492-9.

von Ruesten A, Brantsæter AL, Haugen M, Meltzer HM, Mehlig K, Winkvist A, Lissner L. Adherence of pregnant women to Nordic dietary guidelines in relation to postpartum weight retention: results from the Norwegian Mother and Child Cohort Study. BMC Public Health. 2014 Jan 24;14:75. doi: 10.1186/1471-2458-14-75.

Thorsdottir I, Torfadottir JE, Birgisdottir BE, Geirsson RT. Weight gain in women of normal weight before pregnancy: complications in pregnancy or delivery and birth outcome. Obstet Gynecol. 2002 May;99(5 Pt 1):799-806.

Tryggvadottir EA, Medek H, Birgisdottir BE, Geirsson RT, Gunnarsdottir I. Association between healthy maternal dietary pattern and risk for gestational diabetes mellitus. Eur J Clin Nutr. 2016 Feb;70(2):237-42. doi: 10.1038/ejcn.2015.145. Epub 2015 Sep 9.