Baunir, hnetur og fræ

Baunir, hnetur og fræ eru tiltölulega framandi þættir í mataræði margra Íslendinga. Þessar fæðutegundir eru ríkulegar uppsprettur fólats, magnesíum, hollra fitusýra, trefja og fleiri efna.  

Hvað ætti ég að borða mikið?

Engin opinber ráðlegging hefur verið gefin út á Íslandi varðandi magn af baunum, hnetum og fræjum sem æskilegt er að neyta. Þó er mikilvægi þessara fæðutegunda ítrekað í nýjum norrænum ráðleggingum um næringarefni og víðar. Í NMB næringarkönnuninni er gefið stig ef þessar fæðutegundir eru á borðum að minnsta kosti einu sinni í viku.

Mikilvægi á meðgöngu

Baunir hafa lágan sykurstuðul og gæti neysla þeirra átt þátt í bættri sykurstjórnun á meðgöngu. Nýleg rannsókn meðal danskra kvenna bendir til þess að neysla á hnetum á meðgöngu auki ekki líkur á ofnæmi hjá barninu.


Heimildir

Danielsen I, Granström C, Haldorsson T, Rytter D, Hammer Bech B, Henriksen TB, Vaag AA, Olsen SF. Dietary glycemic index during pregnancy is associated with biomarkers of the metabolic syndrome in offspring at age 20 years. PLoS One. 2013 May 31;8(5):e64887. doi: 10.1371/journal.pone.0064887. Print 2013.

Knudsen VK, Heitmann BL, Halldorsson TI, Sørensen TI, Olsen SF. Maternal dietary glycaemic load during pregnancy and gestational weight gain, birth weight and postpartum weight retention: a study within the Danish National Birth Cohort. Br J Nutr. 2013 Apr 28;109(8):1471-8. doi: 10.1017/S0007114512003443. Epub 2012 Aug 21.

Maslova E, Granström C, Hansen S, Petersen SB, Strøm M, Willett WC, Olsen SF. Peanut and tree nut consumption during pregnancy and allergic disease in children-should mothers decrease their intake? Longitudinal evidence from the Danish National Birth Cohort. J Allergy Clin Immunol. 2012 Sep;130(3):724-32. doi: 10.1016/j.jaci.2012.05.014. Epub 2012 Jun 27.

Nordic Nutrition Recommendations 2012.Integrating nutrition and physical activity. Nordic Council of Ministers 2014.http://www.norden.org/en/publications/publikationer/2014-002