Gæði brauða

Með tilkomu Skráargatsins varð auðveldara fyrir íslenska neytendur að velja sér hollari brauð. „Venjulegt“ samlokubrauð inniheldur oft mjög takmarkað magn af trefjum og heilkorni. Í stað þess að sleppa því að borða brauð (og tapa þar með allt að 25% af trefjaefnum og öðrum hollefnum úr fæðunni) er mælt með því að vanda val á brauðum og velja oftar brauð sem bökuð eru úr heilu korni.

Hvað ætti ég að borða mikið?

Fjöldi brauðsneiða sem rúmast innan daglegs fæðis fer eftir orkuþörf hverrar og einnar konu. Ef gróf og trefjarík heilkornabrauð eru alltaf (eða að minnsta kosti oftast) valin þá eykur það líkur á að markmiðum um trefjaneyslu (25-35 grömm á dag) sé náð. Tefjar fást líka úr baunum, hnetum, grænmeti og ávöxtum. Leitaðu að kornvörum sem merktar eru með Skráargatinu, þær innihalda að minnsta kosti 30% heilkorn (af þurrvöru) og innihalda að minnsta kosti 5 grömm af trefjum í 100 grömmum af brauði. Brauð sem merkt eru með heilkornamerkinu innihalda að minnsta kosti 50% heilkorn og að minnsta kosti 5 grömm trefjar.

Mikilvægi á meðgöngu

Vel er þekkt að trefjaneysla er mikilvæg fyrir meltinguna. Neysla gæðakolvetna fremur en fínunninna bætir einnig sykurstjórnun og getur átt þátt í því að minnka líkur á of mikilli þyngdaraukningu á meðgöngu og haft góð áhrif á efnaskipti barnsins til langs tíma.

 

Heimildir

Danielsen I, Granström C, Haldorsson T, Rytter D, Hammer Bech B, Henriksen TB, Vaag AA, Olsen SF. Dietary glycemic index during pregnancy is associated with biomarkers of the metabolic syndrome in offspring at age 20 years. PLoS One. 2013 May 31;8(5):e64887. doi: 10.1371/journal.pone.0064887. 

Knudsen VK, Heitmann BL, Halldorsson TI, Sørensen TI, Olsen SF. Maternal dietary glycaemic load during pregnancy and gestational weight gain, birth weight and postpartum weight retention: a study within the Danish National Birth Cohort. Br J Nutr. 2013 Apr 28;109(8):1471-8. doi: 10.1017/S0007114512003443. Epub 2012 Aug 21.

Nordic Nutrition Recommendations 2012.Integrating nutrition and physical activity. Nordic Council of Ministers 2014.http://www.norden.org/en/publications/publikationer/2014-002

Magnusdottir OK, Landberg R, Gunnarsdottir I, Cloetens L, Akesson B, Landin-Olsson M, Rosqvist F, Iggman D, Schwab U, Herzig KH, Savolainen MJ, Brader L, Hermansen K, Kolehmainen M, Poutanen K, Uusitupa M, Thorsdottir I, Risérus U. Plasma alkylresorcinols C17:0/C21:0 ratio, a biomarker of relative whole-grain rye intake, is associated to insulin sensitivity: a randomized study. Eur J Clin Nutr. 2014 Apr;68(4):453-8. doi: 10.1038/ejcn.2014.12. Epub 2014 Feb 19.