Mikil neysla á mjólkurvörum

Í næringarkönnuninni NMB er gefið mínusstig ef neysla á mjólk og mjólkurvörum er óhóflega mikil. Megin ástæða þessa er sú að ef neysla á mjólk og mjólkurvörum er mjög mikil er hætta á að þessar vörur taki pláss frá öðrum mat. Hins vegar eru einnig vísbendingar um að óhófleg neysla á mjólkurvörum (eða mikil neysla á dýrapróteinum almennt) gæti tengst bólguþáttum hjá móður á meðgöngu og hærri blóðþrýstingi hjá barninu síðar á lífsleiðinni. 

Það má þó ekki gleyma því að mjólkurvörur eru mjög næringarríkar og mikilvægar á meðgöngu í hæfilegum skömmtum. Verði hún hins vegar of stór hluti af mataræðinu gæti það bent til of lítillar fjölbreytni í fæðuvali.

Með því að svara næringarkönnun NMB getur þú kannað hvort mjólkurneysla þín sé hæfileg.

Heimildir

Hrolfsdottir L, Schalkwijk CG, Birgisdottir BE, Gunnarsdottir I, Maslova E, Granström C, Strøm M, Olsen SF, Halldorsson TI. Maternal diet, gestational weight gain, and inflammatory markers during pregnancy. Obesity (Silver Spring). 2016 Oct;24(10):2133-9. doi: 10.1002/oby.21617. Epub 2016 Sep 1.

Hrolfsdottir L, Halldorsson TI, Rytter D, Bech BH, Birgisdottir BE, Gunnarsdottir I, Granström C, Henriksen TB, Olsen SF, Maslova E. Maternal Macronutrient Intake and Offspring Blood Pressure 20 Years Later. J Am Heart Assoc. 2017 Apr 24;6(4). pii: e005808. doi: 10.1161/JAHA.117.005808.