Unnar kjötvörur

Í NMB næringarkönnuninni er gefið mínusstig ef unnar kjötvörur eru oft á borðum. Með unnum kjötvörum er átt við kjötvörur sem innihalda viðbætt salt (sem margar þungaðar konur eru viðkvæmar fyrir), eru reyktar eða innihalda mikla fitu. Hér má nefna, pylsur, bjúgu, beikon, annað reykt og/eða saltað kjöt, ýmsar áleggstegundir svo sem spægipylsu og pepperóní, salta og/eða reykta skinku og fleira.

Ekki er mælt með því að þessar vörur séu hluti af daglegu mataræði og sé þeirra neytt ætti það að vera sjaldan og í hófi. Mikil neysla á unnum kjötvörum er ekki einkennandi fyrir fæðumynstur sem tengd hafa verið við minni líkur á ýmsum meðgöngukvillum.


Heimildir

Brantsaeter AL, Haugen M, Samuelsen SO, Torjusen H, Trogstad L, Alexander J, Magnus P, Meltzer HM. A dietary pattern characterized by high intake of vegetables, fruits, and vegetable oils is associated with reduced risk of preeclampsia in nulliparous pregnant Norwegian women. J Nutr. 2009 Jun;139(6):1162-8. doi: 10.3945/jn.109.104968. Epub 2009 Apr 15.

Englund-Ögge L, Brantsæter AL, Sengpiel V, Haugen M, Birgisdottir BE, Myhre R, Meltzer HM, Jacobsson B. Maternal dietary patterns and preterm delivery: results from large prospective cohort study. BMJ. 2014 Mar 4;348:g1446. doi: 10.1136/bmj.g1446.

Haugen M, Meltzer HM, Brantsaeter AL, Mikkelsen T, Osterdal ML, Alexander J, Olsen SF, Bakketeig L. Mediterranean-type diet and risk of preterm birth among women in the Norwegian Mother and Child Cohort Study (MoBa): a prospective cohort study. Acta Obstet Gynecol Scand. 2008;87(3):319-24. doi: 10.1080/00016340801899123.

Knudsen VK, Orozova-Bekkevold IM, Mikkelsen TB, Wolff S, Olsen SF. Major dietary patterns in pregnancy and fetal growth. Eur J Clin Nutr. 2008 Apr;62(4):463-70. Epub 2007 Mar 28.

Meltzer HM, Brantsæter AL, Nilsen RM, Magnus P, Alexander J, Haugen M. Effect of dietary factors in pregnancy on risk of pregnancy complications: results from the Norwegian Mother and Child Cohort Study. Am J Clin Nutr. 2011 Dec;94(6 Suppl):1970S-1974S. doi: 10.3945/ajcn.110.001248. Epub 2011 May 4.

von Ruesten A, Brantsæter AL, Haugen M, Meltzer HM, Mehlig K, Winkvist A, Lissner L. Adherence of pregnant women to Nordic dietary guidelines in relation to postpartum weight retention: results from the Norwegian Mother and Child Cohort Study. BMC Public Health. 2014 Jan 24;14:75. doi: 10.1186/1471-2458-14-75.