Fyrsta fasta fæðan

Mælt er með brjóstagjöf eingöngu fyrstu 6 mánuði ævinnar. Í kringum 6 mánaða aldurinn er tímabært að hefja gjöf fastrar fæðu samhliða brjóstagjöfinni. 

Er betra að bíða?

  • Sé barnið sátt við að fá móðurmjólk eingöngu ætti ekki að hefja gjöf fastar fæðu fyrr en um 6 mánaða aldur.
  • Ef barnið er orðið 4 mánaða gamalt og virðist ekki mettast nógu vel af móðurmjólkinni eingöngu er sennilega orðið tímabært að gefa fasta fæðu og jafnvel talið betra en að bæta orkuþörfina upp með ungbarnablöndu.

Fjölbreytni mikilvæg

Þegar barnið er orðið 6 mánaða er tímabært að byrja að gefa því fasta fæðu. Til að byrja með er mikilvægt að nota litla skammta og leyfa móðurmjólkinni að vera stærsta hluta fæðu barnsins. Það má þó auka fjölbreytni þess sem boðið er upp á tiltölulega hratt. Mælt er með því að brjóstagjöf sé viðhaldið sem lengst, helst þar til búið er að kynna fyrir barninu fæðu úr öllum fæðuflokkum. Barnið ætti að fá tækifæri til að smakka sem flest, en í litlu magni samhliða móðurmjólkinni.

Æskilegt er að bíða með skyr, súrmjólk og jógúrt til eins árs aldurs nema í litlum skömmtum þar sem annars er talin hætta á að fæðið verði of próteinríkt fyrir barnið . Sjá nánar í kaflanum „Af hverju Stoðmólk?“.

 

Heimildir

Grote V, Schiess SA, Closa-Monasterolo R, Escribano J, Giovannini M, Scaglioni S, Stolarczyk A, Gruszfeld D, Hoyos J, Poncelet P, Xhonneux A, Langhendries JP, Koletzko B; European Childhood Obesity Trial Study Group. The introduction of solid food and growth in the first 2 y of life in formula-fed children: analysis of data from a European cohort study. Am J Clin Nutr. 2011 Dec;94(6 Suppl):1785S-1793S. doi: 10.3945/ajcn.110.000810. Epub 2011 Sep 14.

Hörnell A, Lagström H, Lande B, Thorsdottir I. Protein intake from 0 to 18 years of age and its relation to health: a systematic literature review for the 5th Nordic Nutrition Recommendations. Food Nutr Res. 2013 May 23;57. doi: 10.3402/fnr.v57i0.21083. 

Hörnell A, Lagström H, Lande B, Thorsdottir I. Breastfeeding, introduction of other foods and effects on health: a systematic literature review for the 5th Nordic Nutrition Recommendations. Food Nutr Res. 2013 Apr 12;57. doi: 10.3402/fnr.v57i0.20823. 

Imai CM, Gunnarsdottir I, Thorisdottir B, Halldorsson TI, Thorsdottir I. Associations between infant feeding practice prior to six months and body mass index at six years of age. Nutrients. 2014 Apr 17;6(4):1608-17. doi: 10.3390/nu6041608.

 

Nordic Nutrition Recommendations 2012.Integrating nutrition and physical activity. Nordic Council of Ministers 2014.http://www.norden.org/en/publications/publikationer/2014-002

Næring ungbarna. Manneldisráð og Miðstöð heilsuverndar barna 2009.

Jonsdottir OH, Thorsdottir I, Hibberd PL, Fewtrell MS, Wells JC, Palsson GI, Lucas A, Gunnlaugsson G, Kleinman RE. Timing of the introduction of complementary foods in infancy: a randomized controlled trial. Pediatrics. 2012 Dec;130(6):1038-45. doi: 10.1542/peds.2011-3838. Epub 2012 Nov 12.

Jonsdottir OH, Kleinman RE, Wells JC, Fewtrell MS, Hibberd PL, Gunnlaugsson G, Thorsdottir I. Exclusive breastfeeding for 4 versus 6 months and growth in early childhood. Acta Paediatr. 2014 Jan;103(1):105-11. doi: 10.1111/apa.12433. Epub 2013 Nov 11.

Thorisdottir B, Gunnarsdottir I, Palsson GI, Halldorsson TI, Thorsdottir I. Animal protein intake at 12 months is associated with growth factors at the age of six. Acta Paediatr. 2014 May;103(5):512-7. doi: 10.1111/apa.12576. Epub 2014 Feb 21.

Weber M, Grote V, Closa-Monasterolo R, Escribano J, Langhendries JP, Dain E, Giovannini M, Verduci E, Gruszfeld D, Socha P, Koletzko B; for The European Childhood Obesity Trial Study Group. Lower protein content in infant formula reduces BMI and obesity risk at school age: follow-up of a randomized trial. Am J Clin Nutr. 2014 Mar 19. [Epub ahead of print]

Wells JC, Jonsdottir OH, Hibberd PL, Fewtrell MS, Thorsdottir I, Eaton S, Lucas A, Gunnlaugsson G, Kleinman RE. Randomized controlled trial of 4 compared with 6 mo of exclusive breastfeeding in Iceland: differences in breast-milk intake by stable-isotope probe. Am J Clin Nutr. 2012 Jul;96(1):73-9. doi: 10.3945/ajcn.111.030403. Epub 2012 May 16.