Brjóstagjöf

Móðurmjólk er besta næring sem hægt er að gefa ungbörnum. Fyrstu 6 mánuði ævinnar getur hún veitt barninu öll þau næringarefni sem það þarfnast til að vaxa og dafna eðlilega, að D-vítamíni undanskildu.

Móðurmjólk besta næringin fram að 6 mánaða aldri – en þá þarf barnið ábót.

Mælt er með brjóstagjöf eingöngu fyrstu 6 mánuði ævinnar. Í kringum 6 mánaða aldurinn er tímabært að hefja gjöf fastrar fæðu. Mælt er með því að brjóstagjöf sé viðhaldið sem lengst, helst þar til búið er að kynna fyrir barninu fæðu úr öllum fæðuflokkum. Móðurmjólk getur verið hluti af fæði barnsins fram til 2ja ára aldurs.

Ef barnið er orðið 4 mánaða gamalt og virðist ekki mettast nógu vel af móðurmjólkinni eingöngu er sennilega orðið tímabært að gefa fasta fæðu (hrísmjölsgraut, grænmetis- eða ávaxtamauk). Reynið þó að flýta ykkur hægt við innleiðingu fastar fæðu og leyfa móðurmjólkinni að vera stærsta hluta fæðu barnsins eins lengi og mögulegt er.

Hvað ef ég mjólka ekki nóg fyrstu 4 mánuðina?

Ef barnið þarf ábót fyrstu 4 mánuðina er ungbarnaþurrmjólk besti kosturinn. Reynið þó að örva mjólkurframleiðslu eins og kostur er þar sem móðurmjólkin inniheldur mörg mikilvæg efni sem barnið ætti að fá tækifæri til að innbyrða sé það einhver möguleiki. Þá skiptir ekki höfuð máli hvort móðurmjólkin er gefin úr pela eða beint úr brjóstinu. Leitið allra mögulegra leiða til að forgangsraða því hlutverki að veita barninu að minnsta kosti einhverja móðurmjólk fyrstu mánuði lífsins. Á Íslandi starfa fjölmargar ljósmæður sem jafnframt eru brjóstagjafarráðgjafar. Þær hafa hlotið sérstaka þjálfun í að veita góð ráð um það hvernig viðhalda megi brjósta(mjólkur)gjöf. Hikið ekki við að leita til þeirra eftir aðstoð.

Heilsufarslegur ávinningur af neyslu móðurmjólkur

Móðurmjólkin er fyrst og fremst talin vernda gegn sýkingum, annars vegar í öndunarvegi og hins vegar í meltingarvegi. Hún inniheldur ýmis lífvirk og bakteríudrepandi efni. Samsetning og gerð próteina, fitu og kolvetna er að einhverju leiti frábrugðin þurrmjólk  auk þess sem nýting næringarefna er betri.

 

Heimildir

Häggkvist AP, Brantsæter AL, Grjibovski AM, Helsing E, Meltzer HM, Haugen M. Prevalence of breast-feeding in the Norwegian Mother and Child Cohort Study and health service-related correlates of cessation of full breast-feeding. Public Health Nutr. 2010 Dec;13(12):2076-86. doi: 10.1017/S1368980010001771. Epub 2010 Jun 25.

Hörnell A, Lagström H, Lande B, Thorsdottir I. Protein intake from 0 to 18 years of age and its relation to health: a systematic literature review for the 5th Nordic Nutrition Recommendations. Food Nutr Res. 2013 May 23;57. doi: 10.3402/fnr.v57i0.21083. 

Hörnell A, Lagström H, Lande B, Thorsdottir I. Breastfeeding, introduction of other foods and effects on health: a systematic literature review for the 5th Nordic Nutrition Recommendations. Food Nutr Res. 2013 Apr 12;57. doi: 10.3402/fnr.v57i0.20823. 

Gunnarsdottir I, Schack-Nielsen L, Michaelsen KF, Sørensen TI, Thorsdottir I; NordNet Study Group. Infant weight gain, duration of exclusive breast-feeding and childhood BMI - two similar follow-up cohorts. Public Health Nutr. 2010 Feb;13(2):201-7. doi: 10.1017/S1368980009005874. Epub 2009 Jul 17.

Næring ungbarna. Manneldisráð og Miðstöð heilsuverndar barna 2009.

Nordic Nutrition Recommendations 2012.Integrating nutrition and physical activity. Nordic Council of Ministers 2014.http://www.norden.org/en/publications/publikationer/2014-002

Ráðlagðir dagskammtar (RDS) af ýmsum vítamínum 2013. Embætti landlæknis.

Thorsdottir I, Gunnarsdottir I, Kvaran MA, Gretarsson SJ. Maternal body mass index, duration of exclusive breastfeeding and children's developmental status at the age of 6 years. Eur J Clin Nutr. 2005 Mar;59(3):426-31.

Thorsdottir I, Gunnarsdottir I, Palsson GI. Association of birth weight and breast-feeding with coronary heart disease risk factors at the age of 6 years. Nutr Metab Cardiovasc Dis. 2003 Oct;13(5):267-72.

Wells JC, Jonsdottir OH, Hibberd PL, Fewtrell MS, Thorsdottir I, Eaton S, Lucas A, Gunnlaugsson G, Kleinman RE. Randomized controlled trial of 4 compared with 6 mo of exclusive breastfeeding in Iceland: differences in breast-milk intake by stable-isotope probe. Am J Clin Nutr. 2012 Jul;96(1):73-9. doi: 10.3945/ajcn.111.030403. Epub 2012 May 16.