Næring barns

Brjóstagjöf

Móðurmjólk er besta næring sem hægt er að gefa ungbörnum. Fyrstu 6 mánuði ævinnar getur hún veitt barninu öll þau næringarefni sem það þarfnast til að vaxa og dafna eðlilega, að D-vítamíni undanskildu.

Meira ...

D-vítamín fyrir ungbörn

Fyrstu 6 mánuði ævinnar getur móðurmjólkin veitt barninu öll þau næringarefni sem það þarfnast til að vaxa og dafna eðlilega, að D-vítamíni undanskildu. D-dropar eru ráðlagðir frá 1-2 vikna aldri, en þó er óhætt að hefja gjöf þeirra fyrr.

Meira ...

Fyrsta fasta fæðan

Mælt er með brjóstagjöf eingöngu fyrstu 6 mánuði ævinnar. Í kringum 6 mánaða aldurinn er tímabært að hefja gjöf fastrar fæðu samhliða brjóstagjöfinni. Ef barnið er orðið 4 mánaða gamalt og virðist ekki mettast nógu vel af móðurmjólkinni eingöngu er sennilega orðið tímabært að gefa fasta fæðu.

Meira ...

Af hverju Stoðmjólk?

Stoðmjólk jafnast ekki á við móðurmjólk, en er betri kostur en venjuleg kúamjólk (nýmjólk, léttmjólk eða undanrennu) þegar brjóstagjöf minnkar eða lýkur. Mikil neysla ungbarna af venjulegri kúamjólk getur leitt til járnskorts. Járnskortur ungbarna getur haft áhrif á þroska og tengist lélegri útkomu á þroskaprófum við skólabyrjun.

Meira ...

Fjölbreyttur matur fyrir vöxt og þroska

Þegar líður að fyrsta afmælisdegi barnsins ætti innleiðing nýrra fæðutegunda að vera vel á veg komin. Rannsóknir benda til þess að æskilegt sé að kynning nýrra fæðutegunda hefjist samhliða brjóstagjöf.

Meira ...