Næring móður - hollusta

Á hverju byggir stigagjöfin?

Hollustu og óhollustustig NMB spurningalistans fyrir verðandi mæður byggir á norrænum og íslenskum ráðleggingum um næringarefni og fæðuval, upplýsingum um neysluvenjur íslenskra kvenna á barneignaaldri sem og nýlegum rannsóknum um tengsl fæðuvals á kvenna á meðgöngu við heilsu móður og barns.

Meira ...

Fjölbreytt mataræði - þarf ég bætiefni?

Fjölbreytni er lykillinn að hollu mataræði þar sem engin ein fæðutegund inniheldur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Hver fæðuflokkur hefur sína sérstöðu og hér á NMB getur þú lesið þig til um hvaða fæðutegundir eru helstu uppsprettur lykil næringarefna sem vitað er að hafi mikla þýðingu fyrir fósturþroska.

Meira ...

Grænmeti og ávextir daglega

Rífleg neysla grænmetis og ávaxta eru mikilvægur þáttur í hollu, næringarþéttu mataræði, enda uppsprettur mikilvægra vítamína, steinefna og trefja.

Meira ...

Fjölbreytni í neyslu gæðakolvetna

Heilkorn, baunir, hnetur ásamt ríflegri neyslu grænmetis og ávaxta eru mikilvægir þættir í hollu, næringarþéttu mataræði. Allar þessar vörur gefa mikið magn vítamína (meðal annars fólat), steinefna og trefja sem eru mikilvæg fyrir fósturþroska og þína eigin heilsu.

Meira ...

Gæði brauða

Með tilkomu Skráargatsins varð auðveldara fyrir íslenska neytendur að velja sér hollari brauð. „Venjulegt“ samlokubrauð inniheldur oft mjög takmarkað magn af trefjum og heilkorni.

Meira ...

Fitugæði

Hlutfall mjúkrar fitu (ein- og fjölómettuðum fitusýra) í fæði er ágætis mælikvarði á heildarhollustu fæðunnar, enda það fæðuval úr jurtaríkinu sem og fiskneyslu.

Meira ...

Baunir, hnetur og fræ

Baunir, hnetur og fræ eru tiltölulega framandi þættir í mataræði margra Íslendinga. Þessar fæðutegundir eru ríkulegar uppsprettur fólats, magnesíum, hollra fitusýra, trefja og fleiri efna.

Meira ...

Regluleg fiskneysla

Fiskur er góð uppspretta ýmissa næringarefna sem eru mikilvæg fyrir fósturþroska. Má þar nefna prótein, joð, omega-3 fitusýrur (meðal annars DHA) og D-vítamín.

Meira ...

Mjólk og mjólkurvörur

Mjólkurvörur eru mikilvæg uppspretta ýmissa næringarefna svo sem próteina, kalks, B-vítamína og joðs.

Meira ...

D-vítamíngjafi

Öllum Íslendingum er ráðlagt að taka lýsi eða önnur bætiefni sem innihalda D-vítamín. Þetta er sérstaklega mikilvægt yfir vetrarmánuðina þegar D-vítaminframleiðsla í húð á sér ekki stað á Íslandi.

Meira ...