Næring móður - næringarefni

Fólat

Fólat er eitt af þeim næringarefnum sem hefur verið skilgreint sem lykilnæringarefni fyrir konur á barneignaaldri og þungaðar konur. Fólatbúskapur þegar kona verður þunguð skiptir máli. Þar sem stór hluti kvenna nær ekki ráðlögðum dagsskammti af fólati hefur verið gripið til þess að ráðleggja öllum konum á barneignaaldri að taka fólat sem bætiefni.

Meira ...

Járn

Járnskortur er einn algengasti næringarskortur í heimi og algengasta skýring blóðleysis á meðgöngu. Mjög vel er fylgst með blóðhag íslenskra kvenna í mæðravernd og gripið inn í ef kona reynist blóðlítil á meðgöngu.

Meira ...

Omega-3 fitusýrur

Omega-3 fitusýrur eru nauðsynlegar fyrir þroska miðtaugakerfis fóstursins og benda rannsóknir til þess að áhrif af fiskneyslu móður geti haft áhrif á þroska barna.

Meira ...

A-vítamín

Ráðlagður dagsskammtur fyrir konur á meðgöngu eru 800 retinóljafngildi (RJ) á dag en 1100 RJ við brjóstagjöf.

Meira ...

Kalk

Mjólkurvörur eru aðal kalkgjafarnir í íslensku mataræði og veita um leið önnur mikilvæg næringarefni á borð við prótein, joð og B-vítamín. Kalk fæst einnig úr öðrum fæðutegundum, en í sumum tilfellum er óljóst hversu góð nýting kalks er úr þessum fæðutegundum vegna takmarkaðra rannsókna.

Meira ...

Joð

Helstu uppsprettur joðs í fæði á Íslandi eru annars vegar mjólk og mjólkurvörur og hins vegar fiskur. Joðhagur á meðgöngu getur haft áhrif á fósturþroska.

Meira ...