Skilmálar

Notkun NMB kemur ekki í staðinn fyrir mæðravernd eða ung- og smábarnavernd sem veitt er í Heilsugæslunni. NMB (Næring móður og barns ehf.) ber ekki ábyrgð á heilsufari notenda. Eigi kona eða barn við veikindi eða sjúkdóma að stríða má vera að þær upplýsingar sem gefnar eru á síðunni eigi ekki við. Konum og börnum með fæðuofnæmi, eða aðra sjúkdóma sem tengjast fæðuvali eða kunna að hafa áhrif á næringarástand er bent á að hafa samband við Heilsugæsluna og óska eftir tilvísun til næringarráðgjafa eða næringarfræðings.

Spurningalisti NMB um fæðuval er ekki greiningartæki en getur gefið vísbendingar um hvort neyslu ákveðinna næringarefna sé ábótavant eða þeirra sé neytt í of miklu magni. Bendi svör notenda við spurningalista NMB til þess að hætta sé á að þörf fyrir ákveðin næringarefni sé ekki fullnægt er konunni bent á að leita til Heilsugæslunnar. 

Skráning þyngdaraukningar eða mataræðis á meðgöngu kann að valda streitu hjá einstaka konum. Í þeim tilvikum er notendum bent á að hætta skráningu.

Fyllsta trúnaðar er gætt við notendur NMB og verða upplýsingar sem skráðar eru á NMB ekki afhentar þriðja aðila. 

Óheimilt er að afrita efni síðunnar á nokkurn hátt nema með leyfi Næring móður og barns ehf., þar með talið spurningalista og viðmið sem notuð eru til að leggja mat á gæði mataræðis. Notendur geta prentað út sínar eigin niðurstöður til einkanota, en ekki í viðskiptalegum tilgangi. Myndir sem birtar eru á NMB eru annað hvort eign NMB eða notaðar með leyfi eigenda þeirra. Ekki er leyfilegt að afrita myndir sem birtast á NMB til eigin nota.