Svör við spurningalista NMB gefa mikilvægar vísbendingar

Svör við stuttum spurningalista um fæðuval spá fyrir um þyngdaraukningu á meðgöngu. Þetta sýna niðurstöður íslenskrar rannsóknar sem birtar eru í vísindatímaritinu Maternal & Child Nutrition.

Meira ...

NMB vefurinn opnaður

Á fimm ára afmælisári Næring móður og barns gleður það okkur mjög að tilkynna að nú geta barnshafandi konur og foreldrar ungra barna notað vefinn án endurgjalds.

Meira ...

Mikilvæg skilaboð til foreldra um notkun jurtamjólkur

Kanadísku næringarráðgjafasamtökin hafa gefið út fréttatilkynningu í samstarfi við þarlenda barnalækna í kjölfar tilfella vannæringar sem rekja mátti til þess að börn nærðust að stórum hluta á jurtamjólk (t.d. hrísgrjóna, kókos og möndlumjólk).

Meira ...

Næringargildi móðurmjólkur breytilegt eftir því hvað móðirin borðar

Ráðleggingar um fæðuval meðan á brjóstagjöf stendur eru þær sömu og á meðgöngu. Áfram er mjög mikilvægt að fæðið sé næringarríkt til að hámarka gæði móðurmjólkurinnar.

Meira ...

Hófleg neysla mikilvæg - líka á vörum sem alla jafna teljast hollar

Mjög mikil ávaxtaneysla tengist auknum líkum á meðgöngusykursýki í nýlegri rannsókn.

Meira ...

Engar vísbendingar um gagnsemi bætiefna sem innihalda joð – magur fiskur og mjólkurvörur mikilvægar

Lítil neysla á joði úr fæðu á meðgöngu tengist seinkun málþroska, hegðunarvandamálum og lakari fínhreyfingum meðal 3ja ára barna, í vandaðri norskri rannsókn.

Meira ...

Mataræði á meðgöngu og fyrstu mánuði lífsins tengist hegðunarvandamálum og líðan barnsins

Höfum við efni á að bíða? Munum við einhverntíman fá skýr svör? Eftir hverju erum við að bíða?

Meira ...

Er barn á fyrsta aldursári viðkvæmara heldur en fóstur?

Hvers vegna eru ráðleggingar um mataræði barnshafandi kvenna ekki eins strangar og fyrir ungbörn?

Meira ...

Villandi merkingar um sykurinnihald

Það getur verið snúið að átta sig á sykurinnihaldi matvara og mikilvægt að átta sig á leikreglunum.

Meira ...

Börn yngri en sex ára ættu ekki að drekka hrísgrjónadrykki

Mikilvægt er að huga að fjölbreytni við val á ungbarnagrautum og öðrum vörum fyrir börn

Meira ...

Er matvendni vandamál á þínu heimili?

Spýtir barnið þitt matnum út úr sér eða hendir honum á gólfið? Væntanlega ertu ekki eina foreldrið sem lendir í slíku.

Meira ...

Bragðskyn mótast í móðurkviði

Flestir foreldrar vilja aðeins það besta fyrir börnin sín og er þá matur engin undantekning. Færri vita að bragðskyn barna byrjar að mótast í móðurkviði.

Meira ...

Frumskógur fæðubótarefna

Það er vel þekkt að fæðubótarefni koma ekki í staðinn fyrir hollt og gott mataræði. Þau geta hins vegar verið mjög mikilvæg undir ákveðnum kringumstæðum. Á sama tíma getur verið skaðlegt að bæta þeim ofan á mataræði sem núþegar veitir nægjanlegt magn næringarefna.

Meira ...

Reglulegir matmálstímar tengjast minni líkum á fyrirburafæðingum í norskri rannsókn

Niðurstöður úr norsku MoBa rannsókninni (Norwegian Mother and Child Cohort study) benda til þess að barnshafandi konur sem borða reglulega aðalmáltíðir dagsins (morgunverð, hádegisverð og kvöldverð) séu í minni hættu á að eignast börn sín fyrir 37.viku meðgöngu.

Meira ...

Þyngdaraukning á meðgöngu er mikilvæg – en ekki borða fyrir tvo

Þyngdaraukning á meðgöngu er einn besti mælikvarðinn á það hvort orkuþörf móður sé mætt á meðgöngu. Þyngist kona minna heldur en ráðlagt er aukast líkur á vannæringu fóstursins. Vannæring einstaklings á fósturskeiði getur aukið líkur á heilsubresti, sem jafnvel kemur ekki fram fyrr en á fullorðinsárum.

Meira ...

Hollur matur á meðgöngu minnkar líkur á meðgöngusykursýki

Hollt mtaræði tengist minni líkum á meðgöngusykursýki. Þetta eru niðurstöður rannsóknar meðal íslenskra kvenna sem birtar voru í tímaritinu European Journal of Clinical Nutrition 2016.

Meira ...

Færð þú nóg af mikilvægum næringarefnum?

Fyrstu niðurstöður úr rannsókninni Fæðumynstur á meðgöngu - gagnsemi skimunar á fyrsta þriðjungi meðgöngu voru kynntar á 18.ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands í janúar 2017

Meira ...

Fróðleikur NMB opnaður með stuðningi Lýðheilsusjóðs

Fróðleikur um mataræði á meðgöngu og næringu ungra barna var gerður aðgengilegur á forsíðu NMB síðastliðið vor með stuðningi Lýðheilsusjóðs Embættis Landlæknis.

Meira ...

Tækniþróunarsjóður styrkir rannsóknir NMB

Næring móður og barns (NMB) mun á næstu misserum rannsaka virkni www.nmb.is í samstarfi við Landspítala, Rannsóknastofu í næringarfræði, Háskóla Íslands og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri, með fjárhagslegum stuðningi frá Tækniþróunarsjóði.

Meira ...

Næring snemma á lífsleiðinni

Á síðastliðnum 25-30 árum hefur þekking á gildi næringar í móðurkviði aukist til muna. Kenningar þess efnis að aðbúnaður í móðurkviði geti haft áhrif á heilsu barnsins allt fram á fullorðinsár hafa verið studdar með fjölda rannsókna, bæði á mönnum og dýrum.

Meira ...

Sætuefni á meðgöngu

Árið 2013 birti matvælaeftirlitsstofnun Evrópu (EFSA) álit vegna neyslu á sætuefnum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að álitið byggir á mjög takmörkuðum upplýsingum og ef til vill skynsamlegast að leyfa fóstrinu að njóta vafans.

Meira ...

Mikil próteinneysla ungbarna ekki æskileg

Í ljósi mikillar umræðu um prótein á Íslandi þessa dagana er mikilvægt að benda á að mikil próteinneysla ungra barna í hröðum vexti hefur verið tengd við auknar líkur á ofþyngd síðar í barnæsku.

Meira ...