Þann 21 janúar hélt nemendafélag menntaskóla Borgarfjarðar upp á áskorendadaga. Þennan viðburð er haldið upp á árlega, en áskorendadagar er keppni á milli kennara og nemanda í allskonar íþróttum. Í ár var keppt í mini golfi, eggjahlaupi, boccia og spurningakeppnina. Fyrst var keppt í boccia þar sem kennarar sigruðu, næst var keppt í eggjahlaupi, en það unnu nemendur. Þar á eftir var mini golf, eftir það var staðan 2-1 fyrir kennurum þar sem þeir unnu golfið. Að lokum var spurningakeppnin, hún var mjög spennandi, en endaði svo að kennarar unnu. Keppninni lauk með sigri kennara þar sem þeir unnu 3 af þeim fjórum íþróttum sem keppt var í.
