18. desember hélt útskriftarhópur skólans jóla Bingó sem fjáröflun fyrir útskriftarferð. Bingóið var staðsett í menntaskólanum og boðið var upp á vöfflur, kaffi og safa, einnig kom jólasveinninn Gluggagægir í heimsókn sem gladdi gestina verulega en hann meðal annars söng með gestum og sýndi þeim glæsileg töfrabrögð. Eftir nokkra spennandi leiki var haldið stutt hlé þar sem gestum var boðið upp á vöfflur og kaffi. Eftir hlé var spilað restina af leikjunum, og í lokaleiknum var keppt um aðalvinninginn.
Lífland, Tækniborg, Kristý, Húsasmiðjan, Grillhúsið, Hair Center, Dirty Burger and ribs, Framköllunar þjónustan, Lyfja, Apótek vesturlands, Borgarsport, KB, Nettó, Fok, Límtré vírnet og Ljómalind styrktu bingóið með glæsilegum vinningum.
