Áskorendadagar

NemendafélagFréttir

Þann 21 janúar hélt nemendafélag menntaskóla Borgarfjarðar upp á áskorendadaga. Þennan viðburð er haldið upp á árlega, en áskorendadagar er keppni á milli kennara og nemanda í allskonar íþróttum. Í ár var keppt í mini golfi, eggjahlaupi, boccia og spurningakeppnina. Fyrst var keppt í boccia þar sem kennarar sigruðu, næst var keppt í eggjahlaupi, en það unnu nemendur. Þar á eftir var mini golf, eftir það var staðan 2-1 fyrir kennurum þar sem þeir unnu golfið. Að lokum var spurningakeppnin, hún var mjög spennandi, en endaði svo að kennarar unnu.      …

Ný heimasíða Eglu & NMB

NemendafélagFréttir

Með nýju ári viljum við kynna með stolti vefsíðu NMB. Haustið 2025 var ákveðið að breyta uppsettningu skólablaðsins Eglu. Blaðið kemur ekki út eins og það hefur áður gert, heldur er það stafrænt í vefsíðuformi. Nefnd Eglu heldur uppi heimasíðu NMB þar sem verða til dæmis fréttir um skólalífið, myndir frá viðburðum, allskyns leikir og allar upplýsingar sem MB nemar þurfa.  

Skólabyrjun

adminFréttir

Þann 6. janúar byrjaði skólinn á ný eftir langt og gott jólafrí. Á vor-önnin sem er framundan mun NMB halda marga skemmtilega viðburði sem auglýstir verða hér inni á vefsíðunni. Í janúar mun meðal annars vera treyjudagur 7. janúar,  hádegissprell 14. janúar og opið hús 28. janúar.     

Árgangakeppni 2025

adminFréttir

Miðvikudaginn 10. desember var haldið upp á árlegu árgangakeppni NMB. Keppt var í kíló, blaki og fótbolta og fór þessi viðburður fram í íþróttahúsinu. Hver árgangur klæddust sér lit, 2007 og eldri voru í svörtu, 2008 í rauðu og 2009 í bláu. Leikarir hófust með kíló þar sem 2008 árgangurinn byrjaði keppnina með krafti og sigraði alla sína leiki, með …

Jóla Bingó

adminFréttir

18. desember hélt útskriftarhópur skólans jóla Bingó sem fjáröflun fyrir útskriftarferð. Bingóið var staðsett í menntaskólanum og boðið var upp á vöfflur, kaffi og safa, einnig kom jólasveinninn Gluggagægir í heimsókn sem gladdi gestina verulega en hann meðal annars söng með gestum og sýndi þeim glæsileg töfrabrögð. Eftir nokkra spennandi leiki var haldið stutt hlé þar sem gestum var boðið upp á …