Miðvikudaginn 10. desember var haldið upp á árlegu árgangakeppni NMB. Keppt var í kíló, blaki og fótbolta og fór þessi viðburður fram í íþróttahúsinu. Hver árgangur klæddust sér lit, 2007 og eldri voru í svörtu, 2008 í rauðu og 2009 í bláu. Leikarir hófust með kíló þar sem 2008 árgangurinn byrjaði keppnina með krafti og sigraði alla sína leiki, með því hlaut sigur kílósins. Þar á eftir kepptust nemendur í fótbolta þar sem 2009 árgangurinn og 2008 árgangurinn mættust í fyrsta leik og eftir æsispennandi leik hlaut 2009 sigur leiksins. Í næsta leik mætti 2009 árgangurinn, svart klæddum 2007 árganginum, þar sem þeir eldri sigruðu. Síðasti leikur fótboltans var á móti 2007 og 2008, eftir langa og jafna baráttu, þar sem mörk voru jafnast ógild endaði staðan í jafntepli.
Að lokum var keppt í blaki, keppt var í þrem æsispennandi leikjum þar sem rauðklæddi 2008 árgangurinn sigraði að lokum.

Eftir keppnina var boðið upp á jólamat uppi í skóla, þar sem nemendur klæddust sínu fínasta pússi. Boðið var upp á kalkún og hamborgarahrygg með allskonar meðlæti og gómsæta ístertu í eftirrétt. Má þakka yndislegum kokkum eldhúsins, Sólrúnu og Rakel fyrir þær kræsingar. Á meðan nemendur og starfsfólk borðuðu voru tilkynnt úrslit úr keppninni. Keppnina sigraði 2008 árgangurinn, sem rauf tveggja ára sigurkeðju 2007 árgangsins.
MYNDIR
Árgangakeppni 2025
