Með nýju ári viljum við kynna með stolti vefsíðu NMB. Haustið 2025 var ákveðið að breyta uppsettningu skólablaðsins Eglu. Blaðið kemur ekki út eins og það hefur áður gert, heldur er það stafrænt í vefsíðuformi. Nefnd Eglu heldur uppi heimasíðu NMB þar sem verða til dæmis fréttir um skólalífið, myndir frá viðburðum, allskyns leikir og allar upplýsingar sem MB nemar þurfa.
